Indversk hljóðfæri | ||||
Sítar Esraj (Israj) Sarod Tabla Sarangi Tanpura Swarmandal Saraswati vina Harmoníum Ektara Shehnai Mridangam Bansuri |
||||
|
Sarod Klassískt nútíma sarod er um 100 cm langt og með örlítinn mittislaga búk úr viði og með strekktu skinni yfir hljómkassann. Hljóðfærið er með breiðum bandalausum hálsi og er fingraborðið umlukið málmi svo hægt sé að renna á milli tónanna sem mynda hinn einkennandi hljóm þess. Nútíma sarod er með fjóra til sex aðalstrengi og tvo til fjóra til viðbótar, sem eru paraðir og stilltir eins eða í áttundum. Að auki eru strengir sem óma með og gefa frá sér sérstakan nið þegar leikið er á hljóðfærið. Leikið er á strengi hljóðfærisins með gítarnögl sem haldið er í hægri hönd á meðan fingurneglur vinstri handar styðja á strengina. Sarod er afbrigði af afganska hljóðfærinu rabab sem barst til Indlands á 16. öld. Nútíma sarod var mótað á 19. öld. Hljóðfærið er eitt af mikilvægustu konserthljóðfærunum í hindustani-tónlist (klassísk, indversk tónlist frá Norður-Indlandi) og er oft leikið á það samhliða tabla-trommum og tanpura.
|