Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj (Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam
Bansuri
       

 

Saraswati vina
Vina, einnig þekkt sem veena, er strengjahljóðfæri. Sögu þess má rekja allt til Veda-tímabilsins (um 1500 f.Kr.). Norður-Indlands útgáfa hljóðfærisins nefnist bin og er notuð í indverskri, klassískri hindustani-tónlist.

Hljóðfærið er 1,2 m að lengd og er með 24 færanleg þverbönd á hálsi, fjóra laglínustrengi úr málmi og að auki þrjá málmstrengi sem titra eða óma með þegar spilað er á það. Aðalstrengir hljóðfærisins eru plokkaðir niður á við með gítarnögl sem spilað er á með fingrum hægri handar.

Bin, Norður-Indlands útgáfa hljóðfærisins, var ráðandi strengjahljóðfæri í hindustani-tónlist á 18. og 19. öld en hefur í seinni tíð svo til alfarið fallið í skuggann fyrir vinsældum sítarsins.
Suður-Indlands útgáfa hljóðfærisins nefnist vina og er notuð í karnatak-tónlist, sem er tónlist frá Suður-Indlandi. Vina er hálslöng lúta með perulaga trébúk. Eins og bin er vina með 24 þverböndum, fjórum aðalstrengjum úr málmi og hefur þar að auki þrjá málmstrengi sem titra eða óma með. Spilað er á vina með gítarnögl á svipaðan hátt og spilað er á bin. Vina-útgáfan gegnir enn mikilvægu hlutverki í indverskri karnatak-tónlist.

Þó svo að munur sé á útliti norður- og suður-útgáfu hljóðfærisins er spilatækni og uppbygging þess í megindráttum svipuð.