Indversk hljóðfæri | ||||
Sítar Esraj (Israj) Sarod Tabla Sarangi Tanpura Swarmandal Saraswati vina Harmoníum Ektara Shehnai Mridangam Bansuri |
||||
|
Saraswati vina Hljóðfærið er 1,2 m að lengd og er með 24 færanleg þverbönd á hálsi, fjóra laglínustrengi úr málmi og að auki þrjá málmstrengi sem titra eða óma með þegar spilað er á það. Aðalstrengir hljóðfærisins eru plokkaðir niður á við með gítarnögl sem spilað er á með fingrum hægri handar. Bin, Norður-Indlands útgáfa hljóðfærisins, var ráðandi strengjahljóðfæri í hindustani-tónlist á 18. og 19. öld en hefur í seinni tíð svo til alfarið fallið í skuggann fyrir vinsældum sítarsins. Þó svo að munur sé á útliti norður- og suður-útgáfu hljóðfærisins er spilatækni og uppbygging þess í megindráttum svipuð.
|