Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj (Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam
Bansuri
       

Shehnai
Shehnai tilheyrir flokki tréblásturshljóðfæra. Hljóðfærið hefur tvöfalt reyrblað sem framkallar titrandi hljóm. Með shehnai er hægt að framkalla hljóð sem líkist mjög mannsröddinni.

Ytri hluti hljóðfærisins er úr tré með málmbjöllu fremst á enda þess. Tónsvið þess spannar tvær áttundir. Hljómur shehnai-hljóðfærisins er ómissandi hluti af þeirri tónlist sem er viðhöfð við indverskar giftingar. Shehnai-hljóðfærið er um 20 cm að lengd.