Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj(Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam<
Bansuri
       

Sítar
Af indverskum strengjahljóðfærum er sítar sennilega vinsælasta hljóðfærið. Sítarinn er yfir 400 ára gamalt hljóðfæri og er af lútuætt. Strengjahljóðfæri gegna lykilhlutverki í indverskri tónlist og hafa öðlast vinsældir vegna þess hversu vel þau henta til undirleiks fyrir söng.

Hljóðfærið er að mestu gert úr tré og graskeri. Graskerið gegnir hlutverki hljómkassa. Sítarinn hefur sjö aðalstrengi og ellefu aðra sem óma með. Þverbönd sítarsins eru bogalaga og þess vegna er hægt að spila á hann í mismunandi tónstigum og hægt er að breyta tónhæðinni með því að teygja strengina til hliðar. Tónsvið sítarsins spannar um þrjár áttundir og stundum rúmlega það.

Uppruna sítarsins má rekja til Írans. Áður fyrr var hljóðfærið kallað „setar“ sem þýðir þrír strengir. Sagan segir að nútíma sítar hafi verið hannaður á 18. öld af Amir Khusru.