Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj (Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam
Bansuri
       

Bansuri
Bansuri er þverflauta gerð úr bambus, ýmist með sex eða sjö fingragötum og er frá Norður-Indlandi. Nafnið er samsett úr tveimur orðum, það er bans sem þýðir bambus og swar sem þýðir nóta.

Bansuri er eitt af elstu hljóðfærum heims sem haldið hafa upprunalegri mynd að meira eða minna leyti í um 4000 ár. Til er 3000 ára gömul tilvísun í hljóðfærið sem er að finna í Veda, helgiritum hindúa. Bansuri hefur sérstaka trúarlega þýðingu á Indlandi þar sem það hefur verið valið hljóðfæri hindúaguðsins Krishna en oft má sjá helgimyndir af honum með hljóðfærið sér við hönd.