

Ýmis verkefni
Formúlan fyrir kaðal í þyngdarsviðinu
Þrír eða fjórir nemendur eru í hverjum hóp
Þið þurfið
• kaðal í mismunandi lengdum, einn fyrir hvern hóp
• metrakvarða, einn fyrir hvern hóp
• málband (10 m), eitt fyrir hvern hóp
• blað með töflu yfir
x
og
y
-gildi
• verkefnablað 3.4.1
Aðferð
1
Tveir nemendur halda hvor í sinn enda kaðalsins og standa svo fjarri hvor
öðrum að kaðallinn nái hvergi niður á leikvöllinn. Athugið: Kaðallinn á að vera
slakur og mynda boga á milli nemendanna. Gætið þess að báðir nemendurnir
haldi kaðlinum jafn hátt.
2
Leggið málbandið á völlinn þannig að það sýni 0 við annan nemandann.
Standið á endanum svo að málbandið færist ekki til. Hinn nemandinn stendur
á málbandinu þar sem það sýnir fjarlægðina milli nemendanna.
3
Þriðji nemandinn tekur metrakvarðann og mælir hæð kaðalsins beint yfir
núllpunktinum og endurtekur mælinguna eftir hverja 10 cm út eftir leikvellinum.
Síðasta mælingin á að vera hjá hinum nemandanum. Færið niðurstöðurnar inn í
töflu. x-gildin eru tölurnar út eftir leikvellinum og y-gildin eru hæðirnar sem
mældar voru.
Farið með mælingarnar inn í kennslustofuna. Fylgið skýringum á verkefnablaði
3.4.3 og teiknið graf.
Útbúið sýningu á niðurstöðunum þar sem fallstæðan kemur fram.
Er nokkurt útgildi?
Sker grafið x-ásinn?
Sker grafið y-ásinn?
Lýsið verkefninu og dragið ályktanir.
Berið niðurstöðurnar saman við niðurstöður hinna hópanna.
Útgildi er sameiginlegt
heiti á gildum í hæstu
og lægstu punktum.