Previous Page  91 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 91 / 108 Next Page
Page Background

Kafli 6 • Æfingasíður

89

6.93

Leystu verkefnið með því að nota töflureikni.

Vinnuveitandi Pavels skráir sölutölur í versluninni á hverjum degi.

Taflan sýnir skráninguna.

a

Á hvaða vikudegi var stærsta spönnin í sölunni?

b

Settu upp súlurit sem sýnir meðalsölu hvers vikudags.

Sölutölur vikur 28—31

Vika

M

Þ

M

F

F

L

28 2 085 640 1 658 920 1 345 670 1 468 900 876 890 567 400

29 1 877 120 1 569 130 1 851 310 2 123 450 1 013 450 768 100

30 1 936 900 1 098 740 1 789 120 1 675 600 976 900 643 270

31 1 768 790 1 452 110 1 097 160 1 356 740 745 740 715 120

Vörurnar í búðinni eru flokkaðar í fimm flokka. Dag nokkurn var salan eins

og sýnt er í töflunni til hægri.

c

Settu sölutölurnar þennan dag upp í skífurit.

d

Taflan yfir sölutölur, í vikum 28–31, sýnir hve

mikið hefur verið greitt fyrir vörurnar þessa daga.

Allar vörurnar bera 24% virðisaukaskatt.

Hve mikinn vsk. þarf verslunareigandinn

að greiða til ríkisins eftir þessar fjórar vikur?

6.94

Hjá Pauline er sýningargluggi sem sýnir fjögur

hálsmen, þrjú armbönd, átta hringa og sex pör

af eyrnaskrauti.

a

Hringunum átta er raðað upp í röð. Á hve marga mismunandi vegu

er hægt að raða hringunum?

b

Viðskiptavinur er að hugsa um að kaupa hálsmen, armband og eitt par af

eyrnaskrauti. Hve margar mismunandi samsetningar eru af því sem er í

gluggaútstillingunni?

c

Pauline sækir af handhófi hring og armband úr glugganum.

Hve miklar líkur eru á að hún velji dýrasta gripinn af hvoru tveggja?

d

Pauline teygir sig í tvo hringa, valda af handahófi. Hve miklar líkur

eru á að hún sæki tvo ódýrustu hringina?

6.95

Viðskiptavinur kemur með hálsmen í búðina sem hann borgaði 35 € fyrir.

Gengið á evrunni þennan dag er 120 kr. Að auki er verðlag á Íslandi um

12% hærra en í landinu þar sem skartgripurinn var keyptur.

Hve margar íslenskar krónur (ISK) kostar samsvarandi skartgripur í búðinni

hjá Pauline?

Vöruflokkur

Sala dagsins

Vetrarsportvörur

25 800 kr.

Reiðhjól

986 700 kr.

Veiðivörur

757 000 kr.

Íþróttaföt og skór

316 400 kr.

Vörur fyrir hunda og hesta

106 800 kr.