Previous Page  88 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 88 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

86

6.84

Meðal nemendanna 18 eru tíu strákar og átta stelpur. Helmingur

nemendanna er í 9. bekk en hinn helmingurinn er í 10. bekk.

Það eru tvær stelpur úr 9. bekk í hópnum.

a

Raðaðu gögnunum í krosstöflu eða

Vennmynd.

b

Kennarinn velur af handahófi nemanda til

að slökkva bálið. Hve miklar líkur eru á að

það sé strákur í 10. bekk?

c

Tveir nemendur eru valdir af handahófi til að

skipuleggja göngustíg fyrir hina. Hve miklar

líkur eru á því að það verði strákur og stelpa?

d

Stelpurnar átta sitja í hálfhring í kringum

bálið. Á hve marga vegu geta stelpurnar

raðað sér?

6.85

Nokkrir nemendur ætla að gista í snjóhúsi. Þeir ætla að gera sér

hálfkúlulagað snjóhús með geisla 1,5 m. Kuldagryfjan er 0,5 m breið,

0,5 m djúp og 2 m löng. Göngin inn í snjóhúsið eru sívalningslaga með

geisla 40 cm og lengd 1,8 m.

Sýndu að þau þurfa að fjarlægja um það bil 8,4 m

3

af snjó ef þau ætla að

fylgja byggingaráætluninni.

6.86

Öllum nemendunum í tíunda bekk er boðið að taka þátt í snjóhúsaferðinni.

Til að komast upp í óbyggðir leigja þau fjallabíl fyrir 60 000 kr. Ef eitthvað

á að verða úr ferðinni verða a.m.k. tíu nemendur að vera með. Fjallabíllinn

tekur 50 manns.

a

Settu fram fall

V

sem sýnir samhengið milli verðs á mann og fjölda

nemenda sem taka þátt í ferðinni.

b

Notaðu rúmfræðiforrit og teiknaðu graf

V

í hnitakerfi.

c

Lestu af og merktu inn á grafið hvað það kostar ef 25, 35 eða

45 nemendur taka þátt í ferðinni.

Nemendurnir sem taka þátt fá tilboð um að vinna í mötuneytinu til að

safna peningum fyrir ferðina. Tímakaupið er 550 kr.

d

Hve margar klst. þurfa þau að vinna ef það verða 28 nemendur með

í ferðinni?