Previous Page  86 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 86 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

84

Þema 3: Útivist

6.78

Nemendur sem hafa valgreinina

náttúra, umhverfi og útilíf

ætla í ferð.

Þau ætla að laga pönnukökur úti og finna uppskrift fyrir fjóra.

Breyttu uppskriftinni þannig að hún henti fyrir 18 manns.

6.79

Fjórir nemendur hafa tínt bláber til að gera sultu með pönnukökunum.

Emil tíndi helmingi minna en Hinrik og Nanna tíndi 4 dl minna en Anna

en 1 dl meira en Hinrik. Þau tíndu samtals 3,4

l

af bláberjum.

Hve mikið tíndi hvert þessara fjögurra nemenda?

6.80

Nemendurnir eiga að gista undir beru lofti. Þeir hengja yfirbreiðslu yfir

svefnstæðið ef það skyldi verða úrkoma og þjappa sér saman. Yfirbreiðslan

er í laginu eins og þak. Hæsti punktur yfirbreiðslunnar er 2,5 m yfir jörðu en

hæðin er 1 m á jöðrunum.

Hve breið þarf yfirbreiðslan að vera ef allir nemendurnir eiga að komast

fyrir undir þakinu?

6.81

Nemendurnir halda fiskveiðikeppni og sýnir taflan afraksturinn

af veiðunum.

a

Notaðu töflureikni og teiknaðu súlurit yfir veiðina.

b

Finndu tíðasta gildi, miðgildi, meðaltal og spönn aflans.

Kennarinn velur með slembivali tvo nemendur sem eiga að sjá um

að kveikja bálið.

c

Hve miklar líkur eru á að það verði tveir þeirra sem fengu engan fisk?

Pönnukökur

(fyrir fjóra)

3 dl hveiti

1/2 tsk. salt

5 dl mjólk

3 msk. smjör

4 egg

1,1 m

2 m

Mænir yfirbreiðslunnar

2,5 m

1 m

1 m

Fjöldi

fiska

Fjöldi

nemenda

0

5

1

6

2

4

3

2

4

1