Previous Page  94 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 94 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

92

Þema 6: Sögulegar uppgötvanir

6.102

Silja erfði gamlan skartgrip og veltir fyrir sér hvort hann sé úr hreinu gulli.

Hún veit að eðlismassi gulls er 19,3 g/cm

3

. Skartgripurinn vegur 54 g.

Hún dýfir skartgripnum í mæliglas með vatni og sér að rúmmálið eykst

úr 5,0 ml í 7,8 ml.

Sýnir mælingin að skartgripurinn sé úr hreinu gulli?

6.103

Myndin sýnir það sem höggið var á legstein Arkimedesar samkvæmt

ósk hans sjálfs. Við sjáum kúlu innritaða í sívalning með sama þvermál

og sömu hæð. Arkimedes sýndi fram á að hlutfallið milli rúmmáls

sívalningsins og rúmmáls kúlunnar og yfirborðs sívalningsins og

yfirborðs kúlunnar eru hvort tveggja 3 : 2.

Rúmmál kúlu er ​ 

4

πr

3

____ 

3 

​, og yfirborð kúlu 4

πr

2

.

Notaðu formúlureikning til að sýna að hlutfallið sem Arkimedes fann er

rétt, bæði fyrir rúmmál og yfirborð.

Arkimedes

(287–212 f.Kr.) er kunnur sem mesti

stærðfræðingur og uppfinningamaður fornaldar.

Hans er meðal annars minnst fyrir uppfinninguna

á vatnsskrúfunni og lýsingu á samhenginu á milli

massa, rúmmáls og eðlismassa. Arkimedes setti

fram formúlur fyrir margar rúmfræðireglur.

Rómverskur hermaður drap hann þegar hann var

svo djúpt sokkinn í pælingar sínar að hann mundi

ekki hvað hann hét. Eina svarið sem hermaðurinn

fékk var: Snertu ekki hringina mína.

r