Previous Page  89 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 89 / 108 Next Page
Page Background

Kafli 6 • Æfingasíður

87

Þema 4: Sumarvinna

Pavel og Pauline hafa fengið sumarstarf hvort í sinni verslun. Pavel vinnur

í sportvöruverslun en Pauline vinnur hjá gullsmið.

6.87

Hjá Pavel er verið að undirbúa útsölu á sumarvörum. Pavel hefur fengið

lista yfir hve mikinn afslátt mismunandi vörur eiga að fá og hvað þær

kostuðu áður.

Vörur með 20% afslætti

Vörur með 30% afslætti

Fyrra verð

Blautbúningur

35 980

Sundgleraugu

2980

Reiðhjól með safnrafhlöðu

169 980

Ferðastóll

5980

Kanó

21 980

Fjallatjald

69 980

Svefnpoki

11 380

a

Notaðu töflureikni og finndu nýja verðið á vörunum.

Rúnnaðu af að næsta tug.

Viðskiptavinur sem verslar fyrir meira en 60 000 kr. fær 10 000 kr.

gjafakort.

b

Viðskiptavinur kaupir blautbúning, fjóra ferðastóla og sundgleraugu.

1

Fær þessi viðskiptavinur gjafakort ef hann verslar áður en

verðið er lækkað?

2

Fær viðskiptavinurinn gjafakort eftir að verðið er lækkað?

c

Kannaðu hvort kostur 1 eða 2 hér að ofan veitir viðskiptavininum

betri kjör. Færðu rök fyrir svarinu.

6.88

Pavel ekur á milli heimilisins og vinnustaðarins á skellinöðru.

Hann reiknar með því að geta haldið meðalhraðanum 38 km/klst.

Hve margar mínútur notar Pavel til að aka í vinnuna ef fjarlægðin

er 21 km?