

Skali 3B
90
Þema 5: Hellas fyrr og nú
6.96
Hæsta fjallið í Hellas, sem er annað heiti Grikklands, heitir Ólympusfjall
og er 2919 m hátt. Í fornöld var þetta fjall talið heimili guðanna.
Safn nokkurt ætlar að láta gera líkan af fjallinu og menn telja að 60 cm
væri hæfileg hæð. Í hvaða mælikvarða ætti þá líkanið að vera?
6.97
Ein fyrsta keppnisgreinin á Ólympíuleikum fornaldar var kapphlaup.
Hlaupið var um 190 m langt. Heimsmet Usain Bolt í 200 m hlaupi frá
2009 er 19,19 s.
Reiknaðu hve langan tíma kapphlaupið tæki Usain Bolt ef hann hlypi með
sama meðalhraða og hann hljóp 200 m þegar hann setti heimsmetið.
6.98
Ólympíufáninn er hvítur með fimm jafn stórum hringjum í litunum rauður,
svartur, grænn, gulur og blár.
a
Á hve marga vegu er hægt að raða slíkum hringjum?
b
Aðeins ein uppröðun í a er rétt. Pétur teiknar ólympíufánann en man
bara hvar rauði og svarti fáninn eiga að vera. Hina hringina teiknar hann
af handahófi. Hve miklar líkur eru á að hann teikni fánann rétt?
6.99
Mynstrið í gríska fánanum er samsett úr níu láréttum röndum, fjórum
hvítum og fimm bláum. Í efra vinstra horni er kross. Hvítu rendurnar í
krossinum eru jafn breiðar og láréttu rendurnar og hlutfallið milli breiddar
og lengdar fánans er 2 : 3.
Skoðaðu fánann og finndu hlutfallið milli stærða bláa flatarins og
hvíta flatarins.