Previous Page  90 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 90 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

88

6.89

Myndin sýnir hluta af framhlið

reiðhjólaverslunarinnar.

a

Sýningargluggi er í laginu eins og

gullinn rétthyrningur. Hve hár er

glugginn?

b

Glerglugginn í hurðinni er

rétthyrningur með A-sniði.

Hve breið er hurðin?

6.90

Þú þarft að nota grafískt teikniforrit í þessu verkefni.

Pavel og Pauline hafa hvor sitt launafyrirkomulag. Pavel fær 1770 kr.

á tímann en Pauline fær 7500 kr. á viku og að auki 1305 kr. á tímann.

a

Lýstu hvoru launafyrirkomulagi fyrir sig með falli þar sem

x

er fjöldi

vinnustunda á viku og fallgildið er laun fyrir vikuna. Teiknaðu föllin

tvö þegar 0 <

x

< 30.

b

Hve mörgum vinnustundum þurfa unglingarnir að skila

til þess að laun þeirra verði jöfn?

c

Eina vikuna vann Pavel í 22 klst. Hvað hafði hann miklar tekjur

þá vikuna?

d

Hve margar klst. tekur það Pauline að vinna sér inn meira en

30 000 kr. á einni viku?

6.91

Pavel er að safna fyrir tölvu sem kostar 87 000 kr. Hann á 18 000 kr.

sem hann hefur safnað en verður að spara fyrir afganginum með tekjum af

sumarvinnunni. Hann reiknar með að geta sparað um það bil 40% af því

sem hann vinnur sér inn. Hann hefur sumarvinnu í fjórar vikur og hefur

skilað inn skattkorti.

Notaðu töflureikni og/eða grafískt teikniforrit til að sýna hve margar klst.

Pavel þarf að vinna að meðaltali á viku til að hafa ráð á tölvu eftir þessar

fjórar vikur.

6.92

Pauline hefur unnið á nokkrum stöðum og geymir skattkortið hjá öðrum

vinnuveitanda.

Vinnuveitandinn dregur af launum hennar 4% í lífeyrissjóð og 36,94% í

opinber gjöld. Pauline er ekki félagi í neinu stéttarfélagi. Taflan sýnir hve

margar klukkustundir hún vann vikurnar fjórar sem hún var í þessari vinnu.

Hve mikið fær Pauline útborgað eftir fjórar vikur?

Vika nr. Klst.

28 28

29 22

30 25

31 18

2100 mm

2100 mm

Sýningargluggi

Hurð með

glerglugga