Previous Page  84 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 84 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

82

6.73

Mínerva á að skipuleggja fótboltamótið. Fyrst veit hún ekki hve mörg lið

munu skrá sig. Hins vegar veit hún að öll lið eiga að spila einn leik við öll

hin liðin.

Mínerva kallar fjölda liða

n

. Hún veit að

n

= 2 þýðir einn leikur. Ef

n

= 3

verða leikirnir þrír.

a

Haltu áfram með talnarunu Mínervu fyrir fjögur, fimm og sex lið.

b

Settu fram rakningarformúlu sem lýsir hve margir leikir verða leiknir

milli

n

liða þegar þú veist fjölda leikja milli

n

– 1 liða.

c

Settu fram beina formúlu sem segir til um hve margir leikir verða

milli

n

liða.

d

Hve margir leikir verða í keppninni ef átta lið hafa skráð sig til leiks?

6.74

21 drengur í 10. bekk tók þátt í langstökki með atrennu.

Árangur drengjanna, mældur í sentimetrum, var

440, 315, 395, 335, 357, 322, 410, 398, 452, 462,

431, 389, 396, 307, 415, 387, 433, 389, 342, 430, 389

a

Skiptu gögnunum í flokka með breiddinni 25 cm. Notaðu töflureikni

og sýndu árangurinn á stuðlariti þar sem stuðlarnir snertast.

Taflan sýnir kröfur til frjálsíþróttaárangurs drengja í unglingadeild skólans.

b

Hve stór hluti keppendanna náði gullmerkiskröfum?

Íþróttagrein

Gull

Silfur Brons

Langstökk m. atrennu 4,30 m 3,80 m 3,30 m