Previous Page  83 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 83 / 108 Next Page
Page Background

Kafli 6 • Æfingasíður

81

Þema 2: Íþróttadagur

Íþróttadagur er skipulagður í unglingadeild grunnskóla milli

12 bekkjardeilda þar sem fjórir bekkir eru í hverjum árgangi.

Deginum er skipt í tvennt. Fyrir hádegi eru einstaklingsíþróttir

en eftir hádegi eru hópíþróttir. Yfirlit yfir íþróttagreinarnar er

sýnt í töflunni til hægri.

6.70

Fyrir íþróttadaginn þurfa nemendur að velja

þrjár einstaklingsgreinar og tvær hópíþróttir.

Hve margar samsetningar íþróttagreina eru mögulegar?

6.71

Einungis 10 nemendur skrá sig í 1000 m sund.

Taflan sýnir árangurinn.

a

Finndu spönn, meðaltíma og miðtíma.

b

Hvort finnst þér miðtíminn eða meðaltíminn betri

mælikvarði á árangurinn? Færðu rök fyrir svarinu.

6.72

Óskar á reiðhjól þar sem þvermál hjólanna er 26“.

Ein tomma samsvarar 2,54 cm.

a

Hve marga hringi hefur hjólið snúist þegar Óskar

hefur hjólað 15 km?

Tími Óskars í hjólreiðakeppninni er 32:08 mínútur.

b

Hver er meðalhraði Óskars?

Íþróttagreinar

Einstaklingsgreinar

Hópíþróttir

60 m spretthlaup

Fótboltamót

3000 m hlaup

Blakmót

15 km hjólreiðar

Sveifludans

1000 m sund

Borðtennismót

Boltakast, lítill bolti

Langstökk með atrennu

Hástökk

Þátttakandi nr.

Tími

1

27:12

2

25:37

3

20:15

4

21:56

5

19:43

6

26:29

7

28:19

8

24:32

9

39:24

10

20:53