Previous Page  82 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 82 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

80

6.66

Andrés pakkaði niður einum buxum og tveimur bolum. Hann ætlar

að versla í Barcelona.

Hve margar buxur og boli þarf hann að kaupa til að hafa 15 mismunandi

samsetningar af buxum og bolum með sér heim? Finndu tvo möguleika.

6.67

Andrés finnur föt á tilboði. Tilboðið hljóðar upp á að hann geti keypt þrjá

boli fyrir verð tveggja.

a

Hve mörg prósent fær hann í afslátt ef hann tekur þessu tilboði?

Andrés kaupir þess í stað peysu á 39 evrur. Hann veit að samskonar

peysa kostar 9700 kr. heima á Íslandi.

b

Hve mikið sparar hann á að kaupa peysuna í Barcelona þegar gengið

á evrunni er 120 kr.?

6.68

Fjölskyldan ætlar að leigja sér bíl í Barcelona og ber saman verðið hjá

tveimur mismunandi fyrirtækjum. Bílaleigan Auto býður verð sem er

48 € á sólarhring og frjálsan akstur. Bílaleigan Voiture býður 37 € á

sólarhring + 0,20 € á ekinn kílómetra.

a

Hve mikið kostar að leigja bíl í þrjá daga hjá þessum tveimur bílaleigum

ef fjölskyldan ekur 250 km?

b

Sýndu svarið í a sem graf í teikniforriti.

c

Þau leigja bíl í fjóra daga. Hve marga kílómetra þurfa þau að aka til þess

að það borgi sig að velja bílaleiguna Auto?

6.69

Emilía borgar dag nokkurn 10,90 € fyrir þrjár flöskur af gosi og tvær pylsur

í brauði. Tómas borgar 15,10 € fyrir fjórar flöskur af gosi og þrjár pylsur í

brauði.

Hve mikið kostar flaska af gosi og hve mikið kostar ein pylsa í brauði?

Evra

er gjaldmiðill í

mörgum aðildaríkjum

Evrópusambandsins.

Ein evra skiptist í

100 sent. € er tákn

fyrir evru.