

Skali 3B
78
Verkefni leyst með
hjálpartækjum
Í verkefnum á blaðsíðum 78–95 getur þú notað vasareikni, töflureikni eða
teikniforrit á tölvu, reglur, glósur og kennslubók. Ef annað er ekki tekið fram
getur þú valið hvaða aðferð þú notar.
Þema 1: Sumarleyfisferð
6.64
Fjölskylda Jóhanns og Birnu ætlar að ferðast frá Akureyri til Barcelona.
Auk Jóhanns og Birnu eru börnin Andrés 15 ára, Elín 11 ára og Tómas 9 ára.
Þau fara akandi frá Akureyri til Reykjavíkur. Flugmiðinn frá Keflavík til
Barcelona kostar 56 000 kr. fyrir fullorðna en fyrir börn, 2–11 ára er
25% afsláttur af uppgefnu verði fyrir fullorðna.
a
Hve mikið kosta flugmiðarnir fyrir alla fjölskylduna?
b
Til að komast frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar tekur fjölskyldan
flugrútuna. Hve mikið þurfa þau að borga ef þau kaupa miða sem gildir
fram og til baka?
Gjaldskrá flugrútunnar:
Verð
Aðra leið Fram og til baka
Fullorðnir
2600 kr.
4000 kr.
Ungmenni**
1250 kr.
2000 kr.
Börn***
Frítt
Frítt
** Gildir fyrir unglinga 12–15 ára.
*** Gildi fyrir börn í fylgd með forráðamanni.