Previous Page  75 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 75 / 108 Next Page
Page Background

Kafli 6 • Æfingasíður

6.43

Þrístrendingur úr gleri er með grunnflöt sem er í laginu eins og

jafnhliða þríhyrningur þar sem lengd hliðarbrúnar er 4,0 cm.

Lengd glerþrístrendingsins er 10,0 cm.

a

Sýndu að flatarmál grunnflatarins er 4

__

3​cm

2

.

b

Reiknaðu nálgunargildi rúmmálsins þegar

__

 3​≈ 1,7.

c

Reiknaðu nálgunargildi fyrir yfirborð þrístrendingsins.

6.44

Þvermál borðtenniskúlu er 40 mm. Verksmiðja ætlar að framleiða

sívalningslaga plasthólka til að pakka borðtenniskúlunum í. Hver hólkur

á að vera eins lítill og mögulegt er en rúma sex borðtenniskúlur.

a

Hvert verður rúmmál plasthólksins?

Plasthólkunum er pakkað í öskjur og hver askja á að rúma 48 hólka.

b

Hve margar borðtenniskúlur eru í hverri öskju?

c

Teiknaðu mynd og gerðu tillögur um lengd, breidd og hæð öskjunnar.

Gefðu málin upp í sentimetrum.

6.45

Kassi er í laginu eins og myndin sýnir, séður ofan frá. Hæð kassans

er hálfur geisli hringsins

r

.

a

Settu fram formúlu fyrir rúmmál kassans.

b

Settu fram formúlu fyrir yfirborð kassans.

c

Finndu rúmmál og yfirborð kassans þegar

r

= 10 cm.

6.46

Skráðu tölurnar á staðalformi.

a

340 000

b

12 900 000 000 000

c

0,000 000 000 000 34

6.47

3,5 kg af eplum kosta 840 kr. Reiknaðu út verðið á kílógramminu.

r

73

Hér gæti verið

gott að teikna

skýringarmynd.