

Kafli 5 • Líkindareikningur
57
5.92
Nemendaráð í skóla nokkrum gerir könnun á hve margir hafi
með sér nesti daglega. Talningartréð sýnir niðurstöðurnar.
a
Teiknaðu talningartréð og bættu inn prósentutölunum
sem vantar.
b
Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn af handahófi,
sé stelpa sem er með nesti?
5.93
Hér er yfirlit yfir hvað nemendurnir 30 í 10. bekk A hafa valið sér
af tungumálum og öðrum valgreinum:
Tækni og hönnun
Salur og svið
Samtals
Spænska
8
7
Þýska
5
6
Viðbótarenska
1
3
Samtals
a
Skrifaðu upp krosstöfluna og fylltu hana út.
Velja á nemanda úr bekknum af handahófi.
b
Hve miklar líkur eru á að þessi nemandi hafi valið
1
tækni og hönnun og spænsku?
2
sal og svið og þýsku?
3
viðbótarensku og sal og svið?
4
spænsku?
5
tækni og hönnun?
5.94
Nemendur hafa skráð sig í skíðaferð. Þeir geta valið um að fara á
gönguskíði eða svigskíði. Það eru 460 nemendur í skólanum og eru
215 þeirra stelpur. 143 stelpur völdu að fara á svigskíði hinar
vildu fara á gönguskíði. 70 strákar vildu fara á gönguskíði, hinir
völdu svigskíði.
a
Settu upp krosstöflu sem sýnir hve margar stelpur og hve
margir strákar völdu svigskíði og hve margir gönguskíði.
b
Hve miklar líkur eru á að nemendi, valinn af handahófi,
sé stelpa sem vill fara á gönguskíði.
c
Finndu líkur á að nemendur, valdir af handahófi, vilji fara á
gönguskíði.
d
Finndu líkur á að stelpa, valin af handahófi, vilji fara á
svigskíði.
55%
68%
26%
Já
Nei
Já
Nei
Strákar
Stelpur
380