

Kafli 5 • Líkindareikningur
63
5.111
Þú ert með poka með fimm rauða, sjö gula og þrjá græna mola. Þú tekur
upp og borðar mola af handahófi. Hve miklar líkur eru á að borða
a
tvo gula mola í röð?
b
þrjá græna mola í röð?
c
minnst einn rauðan mola af fjórum molum alls?
5.112
María kaupir fjóra skafmiða. Líkurnar á að vinna á skafmiða eru 8%.
Hve miklar líkur eru á að hún vinni að minnsta kosti á einn skafmiða?
5.113
Götueldhús selur pítsu. Þú getur valið á milli tveggja stærða:
stór (60%) og lítil (40%), og milli þriggja áleggsgerða: italiano (50%),
americano (30%) og grænmetis (20%). Prósentutölur sýna vinsældirnar.
a
Notaðu töflureikni og settu upp krosstöflu sem sýnir stöðuna við
næstu sölu.
b
Hve miklar líkur eru á að tvær næstu pítsur sem verða seldar séu af
gerðinni lítil italiano?
c
Hve miklar líkur eru á því að tveir viðskiptavinir í röð kaupi sams konar
pítsu?
5.114
Gerðu réttlátt lukkuhjól með þremur svæðum og tölunum 1, 2 og 3.
a
Snúðu vísinum þrisvar sinnum. Skráðu hjá þér hvort síðasta talan
er stærri en báðar hinar fyrri. Endurtaktu þetta 25 sinnum.
b
Finndu líkur byggðar á þessari tilraun á að síðasta talan sé stærri en
báðar hinar fyrri þegar þú snýrð vísinum á hjólinu þrisvar.
c
Finndu fræðilegu líkurnar á því að síðasta talan sé stærri en báðar hinar
tvær fyrri þegar þú snýrð vísi lukkuhjólsins þrisvar.
d
Berðu saman svörin í b og c og ræddu um mögulegan mismun.
5.115
Í skúffu eru 12 rafhlöður. Fjórar þeirra
eru afhlaðnar. Moníka setur þrjár af
rafhlöðunum í vasaljós.
Hve miklar líkur eru á að allar rafhlöðurnar virki?