Previous Page  62 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 62 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

60

5.102

Lögreglan fylgist með 200 bílstjórum. Alls náðust 25 bílstjórar sem óku

of hratt og 19 sem notuðu ekki bílbelti. Þrír höfðu framið bæði brotin.

Lögreglan lítur svo á að gögnin séu einkennandi fyrir staðinn þar sem

eftirlitið fór fram.

a

Settu gögnin fram í Vennmynd.

b

Hve miklar líkur eru á því að næsti bílstjóri aki of hratt?

c

Hve miklar líkur eru á að næsti bílstjóri haldi sig innan

hraðatakmarkana en noti ekki bílbelti?

d

Hve miklar líkur eru á að næsti bílstjóri haldi sig innan

hraðatakmarkana og noti bílbelti?

e

Hve miklar líkur eru á að hvorugur tveggja næstu bílstjóra noti bílbelti?

f

Hve miklar líkur eru á því að annar af tveimur næstu bílstjórum

aki of hratt?

5.103

Marteinn er búinn að búa til mínílottó fyrir afmælisveislu. Hver þátttakandi

fær spjald og krossar yfir tvær tölur. Síðan eru dregnar út tvær tölur með

hjálp kúlna í poka. Ef þú hefur krossað yfir báðar tölurnar tvær vinnur þú

fyrsta rétt til að velja hvað eigi að gera. Hafir þú fengið eina tölu rétta

færðu aukaverðlaun.

a

Sýndu aðstæðurnar með líkindatré.

b

Hve miklar líkur eru á að þú hafir krossað yfir báðar tölurnar?

c

Hve miklar líkur eru á að þú hafir hvoruga töluna?

d

Hve miklar líkur eru á því að hafa eina tölu rétta?

Fimm manns taka þátt í mínílottóinu.

e

Hve líklegt er að enginn fái tvær réttar tölur?

f

Hve líklegt er að fleiri en einn hafi tvær réttar tölur?

5.104

Tvo dómínókubba má tengja

saman ef þeir hafa hvor sinn

reit með sama gildi. Þú átt að

draga tvo kubba af þeim sem

eru á myndinni.

Hve miklar líkur eru á að þú

dragir tvo kubba sem má

tengja saman?

6

5 4

2

1 2 3

4 5 6