

Kafli 5 • Líkindareikningur
53
5.76
Skoðaðu lukkuhjólin.
a
Hve miklar líkur er á að lenda á bláu svæði á hverju lukkuhjóli?
b
Hve miklar líkur eru á að lenda á hvítu svæði á hverju lukkuhjóli?
c
Jónas spilaði upp á blátt á A og hvítt á B. Hve miklar líkur eru á að
Jónas vinni á báðum lukkuhjólunum?
d
Malín spilar upp á hvítt og blátt á B og C. Hve miklar líkur eru á að
Malín vinni á öllum þremur lukkuhjólunum?
5.77
Dag nokkurn gerði skólastjórinn könnun á því hvernig nemendur
í 10. bekk kæmu sér í skólann. Taflan sýnir niðurstöðurnar:
Gengu í skólann
78
Komu á reiðhjóli, rafskutlu eða fjórhjóli
12
Tóku skólabílinn/strætó
96
Var ekið í bíl
29
a
Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn af handahófi,
hafi gengið í skólann?
b
Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn af handahófi,
hafi ekki tekið skólabílinn/strætó?
c
Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn af handahófi,
hafi hvorki gengið í skólann né verið ekið í bíl?
d
Gerðu sams konar könnun í þínum bekk og finndu líkurnar
á að nemandi valinn af handahófi hafi gengið í skólann í dag.
5.78
Í eggjabakka eru 18 egg. Tvö eggjanna eru skemmd. Mummi
ætlar að búa til eggjaköku úr fimm eggjum og velur egg úr
eggjabakkanum af handahófi.
Hve miklar líkur eru á að hann velji ekkert skemmt egg?
A
B
C