Previous Page  64 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 64 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

62

5.109

Finndu annan nemanda sem þú getur spilað við. Þið eigið að leika

teningaleik og þurfið að hafa tvo teninga.

Fyrsti leikmaður varpar teningnum. Ef hann sýnir 5 eða 6 hefur hann unnið.

Ef ekki á hinn leikmaðurinn leik. Ef teningurinn sýnir 1, 2, 3 eða 4 hefur

hann eða hún unnið. Annars er komið aftur að fyrsta leikmanni. Fyrsti

leikmaður vinnur sem sagt ef hann eða hún fær 5 eða 6 og annar

spilamaður vinnur ef hann eða hún fær 1, 2, 3 eða 4. Leikið leikinn tuttugu

sinnum og skráið í hvert skipti hvort fyrsti eða annar leikmaður vinnur.

a

Reiknaðu líkur byggðar á tilrauninni á að fyrsti leikmaður vinni út frá

leikjunum tuttugu sem þið hafið leikið.

b

Safnið gögnum frá öllum bekknum. Finnið líkur byggðar á tilrauninni

á að fyrsti leikmaður vinni út frá öllum leikjunum sem leiknir hafa verið

í bekknum.

c

Voru svörin ólík í a og b? Ræðið það.

d

Settu upp talningartré sem sýnir gang leiksins. Útskýrðu hvers vegna

það er erfitt að reikna út fræðilegar líkur á að fyrsti leikmaður vinni.

5.110

Í bókasafni 10. B bekkjarins eru bækur í mismunandi bókmenntagreinum,

sjá yfirlitið í töflunni. Við reiknum með að útlánatíðni sé sú sama fyrir

allar bækurnar.

Dag nokkurn voru fimm bækur í útláni.

a

Hve miklar líkur eru á að engin ævintýrabók hafi verið í útláni?

b

Hve miklar líkur eru á að allar ævisögurnar hafi verið í útláni?

c

Oddný vill fá ástarsögu að láni. Hve miklar líkur eru á að hún geti valið

um fleiri en tvær?

Bókmennta-

grein

Fjöldi titla

Ævintýrabækur

5

Glæpasögur

7

Sögulegar

skáldsögur

3

Ævisögur

4

Ástarsögur

7

Spennusögur

6