Previous Page  56 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 56 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

54

5.79

Líkurnar á að fá tiltekinn sjúkdóm á einu ári eru 0,3%. Jens og Fríða eru

valin af handahófi og þekkjast ekki. Hve miklar líkur eru á að Jens fái

sjúkdóminn en ekki Fríða?

5.80

Gerðu könnun í bekknum á því hve margir eiga afmæli í hverjum mánuði

eða notaðu skiptinguna í töflunni hér til hliðar.

a

Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn með slembivali,

sé fæddur í mars?

b

Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn með slembivali, sé fæddur

í sumarmánuði (júní, júlí eða ágúst)?

c

Hve miklar líkur eru á að tveir nemendur, valdir með slembivali,

séu fæddir í maí?

d

Hve miklar líkur eru á að þrír nemendur, valdir með slembivali,

séu allir fæddir á fyrri helmingi ársins?

5.81

Strætisvagn er með 50 sæti. Á tilteknum tíma sitja 18 fullorðnir og

12 börn í strætisvagninum.

a

Hve miklar líkur eru á að sæti, valið með slembivali, sé autt?

b

Hve miklar líkur eru á að farþegi, valinn með slembivali, sé fullorðinn?

c

Hve miklar líkur eru á að barn sitji í sæti, sem valið er með slembivali?

5.82

Æskulýðsklúbbur með 120 félögum hefur gert neytendarannsókn.

a

Teiknaðu Vennmynd fyrir eftirfarandi sviðsmyndir:

Sviðsmynd 1: 56 félagar eru orðnir 15 ára og 64 félagar eru ekki orðnir

15 ára.

Sviðsmynd 2: 74 félagar eru ánægðir með diskókvöldin, 67 félagar eru

ánægðir með spilakvöldin og 12 félagar eru hvorki ánægðir með

diskókvöldin né spilakvöldin.

b

Útskýrðu muninn á Vennmyndunum tveimur með eigin orðum.

c

Hvert er fyllimengi þess að vera „Orðnir 15 ára“?

d

Hvert er fyllimengi „Ánægðir með diskókvöldin“? Hve margir eru

í því mengi?

e

Af þeim sem eru ánægðir með diskókvöldin eru 32 sem eru orðnir

15 ára. Teiknaðu nýja Vennmynd sem sýnir samhengið milli aldurs

og ánægju með diskókvöldin.

f

Hvert er fyllimengi þess að vera yngri en 15 ára og vera ekki

ánægður með diskókvöldin? Hve margir eru í því mengi?

Afmælisdagar

í 10A

janúar

2

febrúar

3

mars

5

apríl

2

maí

4

júní

2

júlí

3

ágúst

3

september

1

október

2

nóvember

0

desember

3