Previous Page  61 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 61 / 108 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkindareikningur

59

5.98

Markús og Sandra ætla að finna líkur á að brauðsneið

lendi með áleggið niður ef þau missa sneiðina á

gólfið. Þau búa til nokkrar tilraunasneiðar sem þau

„missa“ 100 sinnum. Þau skrá sneiðar með áleggið

niður með N og sneiðar með áleggið upp með U.

a

Hve miklar líkur eru á að sneiðin detti með áleggið

niður?

b

Gerðu tillögu um aðferð til að herma eftir 10 000

brauðsneiðum sem detta á gólfið. Lýstu því

hvernig hermunin gengur fyrir sig. Notaðu gjarnan

töflureikni.

5.99

Þrjár kúlur eru í krukku, ein rauð, ein blá og ein gul. Þú átt að draga

tvær kúlur. Hve miklar líkur eru á að draga fyrst rauða og síðan

bláa kúlu þegar þú

a

skilar aftur fyrstu kúlunni sem þú dróst?

b

skilar ekki aftur fyrstu kúlunni sem þú dróst?

c

Sýndu aðstæður í a og b á líkindatrjám.

5.100

Þrír jakkar og fimm mismunandi hattar eru í dimmu fataherbergi. Þú ferð

inn í fataherbergið og klæðir þig í jakka og setur upp hatt. Það er bara einn

jakki og einn hattur sem eru bleikir.

Hve miklar líkur eru á að þú komir út í einhverju bleiku?

5.101

Björg skráir hjá sér á hverjum degi hvort strætisvagninn kemur fyrir tímann

(F), á tíma (T) eða of seint (S). Hún skráir þetta í fjórar vikur. Niðurstöðunum

úr könnuninni er safnað í töflu:

mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur

1. vika

F

S

T

T

S

2. vika

S

F

T

T

T

3. vika

T

T

S

T

F

4. vika

S

T

T

F

S

Út frá þessum niðurstöðum ætlar hún að gera hermun um hvort

strætisvagninn er fyrir tímann, á tíma eða of seinn í næstu viku.

a

Notaðu spil eða tíu-verpil og gerðu áætlun um hvernig hægt er að

framkvæma hermunina.

b

Hve miklar líkur eru á að strætisvagninn komi á réttum tíma á mánudag

í fimmtu viku?

N N U N U N U N N N

N N N N N N U N N U

U U N U U N N N N N

N U U U N U N N N N

N U N N U U N N U U

N N N N U N U U U N

U N N N N N U N N N

U N N N U N N N N U

N U N N U U U U U U

N N N U N U U U N N