Previous Page  60 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 60 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

58

5.95

Viðar vinnur í mötuneytinu og skráir hve margar dósir af jógúrt eru seldar á

hverjum degi í þrjár vikur.

mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur

1. vika

8

5

12

4

10

2. vika

11

6

2

8

3

3. vika

5

9

2

7

10

Hve miklar líkur eru á að einhvern daginn, valinn af handahófi, séu seldar

a

frá einni til og með 5 dósum af jógúrt?

b

frá sex til og með 10 dósum af jógúrt?

c

fleiri en tíu dósir af jógúrt?

5.96

Í bekk með 24 nemendum eiga sjö af þeim hund og tíu þeirra kött.

Tveir eiga bæði hund og kött.

a

Lýstu hvernig þú getur útbúið hermun þar sem þú dregur út nemanda í

bekknum af handahófi til að finna út hvort hann á hund, kött, bæði hund

og kött eða hvorugt.

b

Dragðu 50 sinnum og finndu líkur byggðar á tilrauninni á að draga út

nemanda sem á hvorki hund né kött.

c

Hverjar eru fræðilegar líkur á að draga út nemanda sem á hvorki hund

né kött? Berðu fræðilegu líkurnar saman við svarið í b.

5.97

Lukkuhjóli er skipt í fjóra geira: 45°, 60°, 120° og 135°.

a

Teiknaðu lukkuhjólið.

24 stigum á að skipta á milli svæðanna þannig að spilið verði réttlátt.

b

Hversu mörg stig er hægt að fá á hverju svæði?