Previous Page  58 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 58 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

56

5.87

Á myndinni sérðu tvær skálar með sælgæti í. Þú tekur einn mola í einu án

þess að sjá.

a

Hve miklar líkur eru á að þú fáir tvo bleika mola þegar þú tekur

einn úr hvorri skál?

b

Hve miklar líkur eru á að þú fáir tvo bleika mola ef þú tekur

þá báða úr skál A?

c

Hve miklar líkur eru á að þú fáir tvo bleika mola ef þú tekur

þá báða úr skál B?

d

Hvernig mundir þú tína upp úr skálunum til þess að hafa

sem mestar líkur á að fá þrjá bleika mola?

5.88

Hve mörgum sinnum verður þú að snúa lukkuhjólinu

til þess að líkurnar á að fá að minnsta kosti einu sinni

6 verði meiri en 30%?

5.89

Þú ert með M, mengi allra heilla talna frá 1 til 20.

Hver eru fyllimengi eftirtalinna mengja með tilliti til M?

a

Frumtalna?

b

Talna sem eru deilanlegar með 3?

c

Talna sem eru bæði deilanlegar með 2 og 3?

5.90

Af 25 kennurum eru níu sem aka um á silfurgráum bíl og 14 sem

fara til útlanda í sumarfríinu. Sjö kennarar eru í hvorugum hópnum.

a

Settu upplýsingarnar fram í Vennmynd.

b

Hve miklar líkur eru á að Björn náttúrufræðikennari aki bæði

um á silfurgráum bíl og fari til útlanda í sumarfríinu?

c

Tveir kennarar eru valdir af handahófi í samstarfsnefnd skólans.

Hve miklar líkur eru á að báðir aki um á silfurgráum bíl?

d

Hve miklar líkur eru á að báðir kennararnir í samstarfsnefndinni

aki um á silfurgráum bíl og fari til útlanda í sumarfríinu?

5.91

Tíu hestar eru í hesthúsi. Fimm þeirra eru hryssur, þrír eru geldingar og

tveir eru stóðhestar. Jenna, Petra og Tómas eiga að hirða tvo hesta hvert.

Þau draga um hvert þeirra eigi að hirða hvaða hest. Hesthúseigandinn hirðir

hina hestana.

a

Hve miklar líkur eru á að Jenna eigi að hirða báða stóðhestana?

b

Hve miklar líkur eru á að báðir stóðhestarnir verði í hirðingu

hesthúseigandans?

5

2

1 6

3 4

A

B