Previous Page  54 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 54 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

52

Verkefni af ýmsu tagi

5.71

Þú mátt velja álegg ofan á brauð: skinku, brauðost eða lifrarkæfu.

a

Hver er andstæði atburðurinn við að velja brauðost?

b

Hver er andstæði atburðurinn við að velja annaðhvort skinku

eða brauðost?

5.72

Notaðu venjulegan spilastokk. Veldu eins fá spil úr bunkanum og

hægt er svo að

a

líkurnar á að draga spaða verði ​ 

1

___

10

 ​

b

líkurnar á að draga gosa verði ​ 

2

___

 5 ​

c

líkurnar á að draga svart spil verði 80%

d

líkurnar á að draga laufakóng verði 20%

e

líkurnar á að draga hjarta verði 75%

5.73

Útbúðu hermun.

a

Lýstu hvernig hægt er að framkvæma hermun með kubbum í tveimur

litum þar sem athugaðar eru líkur á að eignast dreng eða stúlku.

Framkvæmdu tíu hermanir og skráðu niðurstöðurnar.

b

Útbúðu hermun þar sem kanna skal líkur á samsetningu tveggja barna

fjölskyldu: tveir drengir, tvær stelpur eða eitt barn af hvoru kyni.

Framkvæmdu tuttugu hermanir og skráðu niðurstöðurnar í töflu.

5.74

Þú hittir tvær manneskjur úti á götu.

Hve miklar líkur eru á að báðar eigi afmæli á sunnudegi í ár?

5.75

Tölfræðin sýnir að handboltalið vinnur 70% heimaleikja sinna.

Hve miklar líkur eru á að liðið vinni tvo næstu heimaleiki sína?