

Kafli 5 • Líkindareikningur
55
5.83
Spilastokkur er með fjórar sortir spila: spaða, lauf, hjarta og tígul.
Spaði og lauf eru svört á litinn og hjarta og tígull eru rauð. Það eru
13 spil í hverri sort. Þú dregur þrjú spil úr spilastokk.
a
Hve miklar líkur eru á að draga þrjá spaða?
b
Hve miklar líkur eru á að draga þrjú spil af sömu sort?
c
Hve miklar líkur eru á að draga þrjá kónga?
5.84
Niðurstöður úr spurningakönnun eru settar upp í krosstöflu og
sýna hvort nemendur eiga bróður eða systur:
Eiga a.m.k. einn bróður Eiga ekki bróður
Eiga a.m.k. eina systur
8
6
Eiga ekki systur
9
5
a
Sýndu sömu niðurstöður með Vennmynd.
b
Finndu líkur á að þú veljir af handhófi einn í bekknum sem á hvorki
bróður né systur.
c
Finndu líkur á að þú veljir af handhófi einn í bekknum sem á að
minnsta kosti eina systur.
d
Finndu líkur á að þú veljir af handhófi einn í bekknum sem á bróður,
systur eða hvort tveggja.
5.85
a
Þú varpar teningi. Hver er andstæði atburðurinn við að fá
stærri tölu en 4?
b
Þú dregur spil úr spilastokk. Hver er andstæði atburðurinn við að
fá svart spil?
c
Þú átt val á milli þess að fara að læra, spila tölvuleik eða fara á
æfingu. Hver er andstæði atburðurinn við að fara að læra?
5.86
Símon hefur fundið upp á einföldu teningaspili sem hann ætlar að
spila við litla bróður sinn. Á milli þeirra er skál með mislitu sælgæti
sem þeir geta sótt vinningana í. Litli bróðir á að varpa þremur
teningum. Ef hann fær að minnsta kosti tvo eins (á teningunum
þremur) má hann taka fimm stykki úr skálinni. Ef allar tölurnar eru
mismunandi fær Símon að taka fimm stykki.
Þú átt að meta hvort spilið er réttlátt. Ef ekki, hvernig ætti
skiptingin á sælgætinu þá að vera svo að spilið verði réttlátt?