

Kafli 5 • Líkindareikningur
61
5.105
Í skóla með 140 nemendum var gerð spurningakönnun í 10. bekk.
Niðurstöðurnar eru sýndar í töflunni hér fyrir neðan:
já nei
Gengur þú oftast í skólann?
112 28
Ert þú í skipulögðum íþróttum?
95 45
Hugsaðu þér að þessi svör séu einkennandi fyrir allt landið.
a
Útbúðu hermun til að rannsaka þetta.
b
Notaðu töflureikni og hermdu eftir hvernig allir 4200 tíundubekkingar
í öllu landinu mundu hafa svarað þessum spurningum.
5.106
Magga og Malla hafa pantað flugmiða innanlands óháð hvor annarri
en með sömu flugvél. Flugvélin er með 52 sætum, tveimur og tveimur
saman í sætaröðum 1–13 og sætum merktum A–D.
Sætisnúmerum er úthlutað af handahófi við innritun.
a
Hve miklar líkur eru á að Malla fái sætisnúmerið 10A?
b
Hve miklar líkur eru á að Magga og Malla verði í sömu sætaröð?
c
Hve miklar líkur eru á að Magga og Malla fá tvö sæti hlið við
hlið og sömu megin við ganginn?
Notaðu spilastokk og útbúðu hermun af fyrirkomulaginu.
d
Hve margar hermanir þarftu að gera til að líkurnar á að Magga
og Malla verði í sömu röð, að minnsta kosti einu sinni, verði
meiri en að það gerist ekki?
e
Gerðu hermunina eins oft og þú reiknaðir út í d og athugaðu
hvort útkoman verði eins og búist var við.
5.107
Þrír bakarar vinna í bakaríi. Bakari A lagar 50% af brauðunum, bakari B
30% og bakari C sér um afganginn. Könnun sýnir að allir vigta svolítið
vitlaust annað slagið. Hjá bakara A er 1% brauðanna of létt, hjá bakara B
eru 2% brauðanna of létt og hjá bakara C eru 3% brauðanna of létt.
a
Settu upplýsingarnar fram í talningartré.
b
Hve miklar líkur eru á að brauð, valið af handahófi, sé of létt?
5.108
Þú ert að spila jatsí. Hve miklar líkur eru á að þú fáir jatsí (fimm eins)
í einu kasti?