

Kafli 5 • Líkindareikningur
51
5.66
Í bekk nokkrum eru 22 nemendur. 14 þeirra hafa valið spænsku sem
þriðja erlenda tungumál, átta nemendur hafa valið þemaverkefni.
Þrír nemendur hafa valið bæði spænsku og þemaverkefni.
a
Teiknaðu Vennmynd sem lýsir þessari flokkun.
b
Settu upp krosstöflu sem lýsir flokkuninni. Notaðu mengi og
fyllimengi þessara tveggja greina sem nemendur hafa valið.
c
Finndu hve miklar líkur eru á að nemendur hafi valið eitt af
þessu þrennu: spænsku, þemavinnu, eða bæði spænsku og
þemavinnu.
5.67
Í bekk nokkrum eru 20% nemenda með höfuðverk, 30%
nemenda eru með kvef og 10% eru bæði með kvef og höfuðverk.
Sýndu þetta í Vennmynd og finndu líkurnar á að nemandi, valinn
með slembivali, sé hvorki með höfuðverk né kvef.
5.68
Í bæ nokkrum eru 3520 íbúar. 15% íbúanna eru eldri borgarar
og 704 íbúar eru yngri en 18 ára. Finndu líkurnar á að einhver
íbúi, valinn af handahófi, sé hvorki yngri en 18 ára né eldri
borgari.
5.69
Í skóla nokkrum hafa 30% nemenda valið þýsku, 20% taka valgreinina
hreyfing og heilsa og 5% hafa valið bæði þýsku og hreyfingu og heilsu.
a
Teiknaðu Vennmynd til að sýna þetta.
b
Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn með slembivali, sé í þýsku,
hreyfingu og heilsu, eða hvoru tveggja?
5.70
Lukkuhjóli er skipt í fimm geira: 15°, 60°, 75°, 90° og 120°.
a
Teiknaðu lukkuhjólið.
Þú færð 30 stig fyrir að lenda í 120° geiranum.
b
Hve mörg stig þurfa að fást fyrir hina geirana til þess að
stigafjöldinn standi í réttu hlutfalli við stærð geirans?