Previous Page  52 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 52 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

50

5.63

Við höfum þrjú mengi.

Mengi 1: Fimm karlmenn og þrjár konur.

Mengi 2: Þrír bakpokar og fjórar ferðatöskur.

Mengi 3: Tveir strætisvagnar og þrír leigubílar.

Manneskja, valin af handhófi, velur sér farangur af handahófi

og einnig farartæki af handahófi.

a

Hve margar samsetningar af mannneskju, farangri og farartæki

er hér um að ræða?

b

Þú átt að velja konu, bakpoka og strætisvagn. Hve margar slíkar

samsetningar eru til?

c

Þú rekst á samsetningu úr mengjunum, valda af handahófi.

Hve miklar líkur eru á að það sé kona með bakpoka sem tekur

strætisvagn?

d

Hve miklar líkur eru á að þú hittir karlmann með ferðatösku

sem tekur leigubíl?

5.64

Birna og Gunnar vinna á sama vinnustað með fimm daga vinnuviku,

mánudag til föstudags. Birna er á skrifstofunni 85% vinnutímans.

Óháð því er Gunnar á skrifstofunni 60% vinnutímans.

a

Hve miklar líkur eru á að hvorugt þeirra sé við á tíma völdum með

slembivali?

b

Þú færð að vita að Birna sé í 100% starfi en Gunnar sé í 80% starfi

og sé í fríi á föstudögum. Hve miklar líkur eru á að hvorugt þeirra sé

við ef þú reynir að ná í þau á miðvikudegi?

5.65

Líkurnar á að Patrekur hjóli í skólann eru 40%. Líkurnar á að Lúther hjóli

í skólann eru 70%.

a

Hve miklar líkur eru á að hvorugur þeirra hjóli í skólann einhvern daginn?

b

Hve miklar líkur eru á að Patrekur hjóli en Lúther gangi í skólann

einhvern daginn?