

Kafli 5 • Líkindareikningur
49
5.59
Alli og Óli bregða á leik. Þeir hafa eignast gullmola og ákveða að draga um
hvor eigi að fá hann með eftirfarandi hætti. Alli hvolfir þremur ógagnsæjum
glösum og felur molann undir einu þeirra. Hann býður síðan Óla að velja
eitt glas af handahófi. Óli gerir það. Alli veit að líkur Óla á að finna molann
eru aðeins 1 : 3. Til að jafna leikinn lyftir hann öðru hinna glasanna og sýnir
Óla að það er tómt. Alli býður Óla að velja aftur.
Hvort á Óli að halda sig við fyrra val eða skipta?
Vinnið þrjú saman í liði og útbúið hermun sem gæti skorið úr um hvað væri
réttast fyrir Óla að gera. Einn leikmaður stýrir glösunum og felur
gullmolann, annar giskar og þriðji leikmaður skráir. Endurtakið leikinn
30–50 sinnum. Hverjar eru vinningslíkurnar ef skipt eru um val?
5.60
Erna skrifar bókstafina í nafninu sínu á miða. Miðunum er hvolft
við og Erna á að raða þeim aftur í rétta röð án þess að sjá þá.
a
Hve miklar líkur eru á að Erna stafi nafnið sitt rétt í fyrstu
tilraun?
b
Ásgeir reynir að fara eins að. Hve miklar líkur eru á að hann
stafi nafnið sitt rétt í fyrstu tilraun?
5.61
Það er búið að róta í sokkaskúffunni. Allir sokkarnir liggja í bendu.
Alls eru sokkarnir 15 þ.e. sex pör og þrír stakir. Þú tekur tvo sokka
af handahófi upp úr skúffunni.
Hve miklar líkur eru á að þú hafir fundið par?
5.62
Borðspilið
Skrafl
hefur 100 staftöflur. Þar af eru 2 auðar. 11 staftöflur
hafa bókstafinn A. Spilið hefst á að hver leikmaður dregur sjö staftöflur.
a
Hve miklar líkur eru á að fyrsta staftaflan sem þú dregur sé A?
b
Hve miklar líkur eru á að engin af staftöflunum sjö sem þú dregur sé A?
c
Hve miklar líkur eru á að að minnsta kosti ein af staftöflunum sjö sé A?
d
Hve miklar líkur eru á að þú dragir enga auða staftöflu meðal þeirra sjö
fyrstu?
e
Hve miklar líkur eru á að þú sért með A og auða staftöflu þegar þú hefur
dregið tvær fyrstu staftöflurnar?
E
J
R
Ø
N
R
A
G
E