

Skali 3B
48
5.54
Í tíunda bekk A eru 11 strákar og 15 stelpur. Í tíunda bekk B eru 10 strákar
og 17 stelpur. Það á að velja einn fulltrúa úr hvorum bekk til að undirbúa
skólahátíð.
a
Hve miklar líkur eru á að báðir fulltrúar verði strákar ef valið er
framkvæmt með því að draga?
b
Hverjar eru samsvarandi líkur á að báðir fulltrúarnir verði stelpur?
c
Hve miklar líkur eru á að fulltrúarnir tveir verði strákur og stelpa?
5.55
Líkurnar á að vera örvhentur eru 0,1. Hverjar eru líkurnar á að
í hópi fimm nemenda séu
a
þrjú örvhent börn og tvö rétthent?
b
eitt rétthent barn og fjögur örvhent?
5.56
Í fjölvalsspurningum á prófi eru tvær spurningar. Fyrri spurningin hefur
fimm svarmöguleika en hin seinni hefur þrjá svarmöguleika. Ef nemandi
giskar á svarið við báðum spurningunum, hve miklar eru þá líkurnar á
a
réttu svari við báðum spurningum?
b
réttu svari við fyrri spurningunni og röngu svari við hinni spurningunni?
c
að minnsta kosti öðru svarinu réttu?
5.57
Þú kastar upp krónupeningi fimm sinnum.
a
Settu mögulega útkomu fram í
talningartré.
b
Hve miklar líkur eru á að fá krónuhliðina
upp nákvæmlega tvisvar sinnum?
5.58
Þú átt að draga kúlur upp úr poka með fimm grænum og sex rauðum kúlum.
Þú dregur tvær kúlur án þess að skila þeim aftur.
a
Finndu líkur á að draga að minnsta kosti eina græna kúlu.
b
Finndu líkur á að fyrri kúlan verði rauð þegar þú veist að
ein græn kúla að minnsta kosti verður dregin út.