Previous Page  49 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 49 / 108 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkindareikningur

47

5.50

Í skóla nokkrum eru 320 nemendur. 102 nemendur æfa fótbolta,

35 nemendur hafa tekið þátt í skólamótum í fótbolta áður og 30

af þeim 35 æfa fótbolta.

Finndu líkurnar á að velja af handahófi nemanda sem hvorki æfir fótbolta

né hefur tekið þátt áður í skólamóti í fótbolta.

5.51

Í hverfi einu búa 20 unglingar. 12 þeirra ganga í hverfisskólann,

16 eru í íþróttafélagi hverfisins og 10 unglingar ganga bæði í

hverfisskólann og eru í íþróttafélaginu.

a

Setjið upplýsingarnar inn í Vennmynd.

b

Hve miklar líkur eru á að unglingur, valinn af handahófi,

gangi ekki í hverfisskólann en sé í íþróttafélaginu?

c

Þú hittir einhverja tvo unglinga úr hverfinu. Hve miklar

líkur eru á að báðir gangi í hverfisskólann og séu í

íþróttafélaginu?

5.52

Tveir nemendur vinna þetta verkefni saman. Hvor býr til sitt leikspjald fyrir

Fimm í röð

. Fylla á reitina 25 á leikspjaldinu með tölum sem þeir velja

sjálfir. Það má setja sömu töluna á fleiri en einn stað. Þeir varpa tveimur

teningum og bæði summu og margfeldi talnanna sem upp koma á að

„krossa út“ á leikspjaldinu. Hafi þeir skrifað sömu töluna á tvo eða fleiri

staði verða þeir að velja hvaða tölu á að „krossa út“. Keppt er um hvor

nemandi fær fyrst fimm í röð – annaðhvort lárétt, lóðrétt eða á ská.

a

Útbúið leikspjöld og spilið leikinn einu sinni.

b

Útbúið ný leikspjöld og spilið leikinn nokkrum sinnum. Gætið þess

þá að velja tölurnar af meiri yfirvegun en þið gerðuð ef til vill í fyrsta

skipti.

5.53

Farið yfir leikinn í verkefni 5.52.

a

Hvaða tölur reyndist ykkur gagnlegt að velja?

b

Hvaða tölu er líklegast að fá sem margfeldi af því sem kemur

upp á tveimur teningum?

c

Hvaða tölu er líklegast að fá sem margfeldi af því sem upp kemur á

tveimur tíu-verplum?

Notið tvo

tíu-verpla í staðinn

fyrir tvo sex hliða

teninga.