

Skali 3B
46
5.46
Líkur á að fá tiltekinn sjúkdóm á einu ári eru 0,2%.
a
Hve miklar líkur eru á að fá ekki sjúkdóminn á einu ári?
Signý og Marta eru tvær manneskjur valdar af handahófi sem
eru ekki skyldar og þekkjast ekki.
b
Notaðu líkindatré til að setja fram öll möguleg tilvik um Signýju
og Mörtu varðandi sjúkdóminn.
c
Hve miklar líkur eru á að hvorki Signý né Marta fái sjúkdóminn?
d
Hve miklar líkur eru á að bæði Signý og Marta fái sjúkdóminn?
e
Hve miklar líkur eru á að önnur hvor, Signý eða Marta, fái sjúkdóminn?
5.47
Þú varpar þremur teningum einu sinni.
a
Hve miklar líkur eru á að fá þrjá þrista?
b
Hve miklar líkur eru á að fá þrjá eins?
c
Hve miklar líkur eru á að allar tölurnar verði mismunandi?
d
Hve miklar líkur eru á að tvær tölur verði eins?
5.48
Fimm manna hópur er valinn með slembivali.
a
Hve miklar líkur eru á að allir í hópnum eigi afmæli á sama vikudegi?
b
Hve miklar líkur eru á að enginn í hópnum eigi afmælisdag á sama
vikudegi?
c
Hve miklar líkur eru á að tveir í hópnum að minnsta kosti eigi afmæli
á sama vikudegi?
5.49
Í vetrarfríinu fóru 28 nemendur í 10. bekk á svigskíði. 17 nemendur
fóru á gönguskíði og 10 þeirra fóru líka á svigskíði.
Alls eru 48 nemendur í 10. bekk.
a
Teiknaðu Vennmynd sem sýnir þetta.
b
Hve miklar líkur eru á að velja af handahófi nemanda í 10. bekk
sem fór hvorki á svigskíði né gönguskíði í vetrarfríinu?
c
Það á að velja tvo nemendur úr bekknum af handahófi.
Hve miklar líkur eru á að báðir nemendurnir sem valdir
voru hafi verið á svigskíðum?