

Kafli 5 • Líkindareikningur
45
5.41
Líkurnar á að manneskja sé örvhent eru 0,1. Hve miklar líkur
eru á að í þriggja nemenda hópi séu
a
þrjú börn rétthent?
b
tvö börn rétthent og eitt örvhent?
5.42
Í poka eru fjórir rauðir og sex gulir molar. Þú tekur upp og borðar mola
af handahófi. Hve miklar líkur eru á að þú borðir
a
fyrst rauðan mola og síðan gulan mola?
b
tvo rauða mola í röð?
5.43
Þú ert með spjöld með tölunum 1–15.
a
Hve miklar líkur eru á að draga tvær oddatölur í röð ef þú skilar
spjöldunum í bunkann og stokkar hann á milli dráttanna?
b
Hve miklar líkur eru á að draga tvær sléttar tölur í röð ef þú skilar
spjöldunum ekki á milli drátta?
5.44
Moníka er með fjögur spil: tígul, hjarta, spaða og lauf. Hún stokkar spilin vel
og dregur án þess að sjá nokkurt spilanna. Hún skilar spilinu í stokkinn,
stokkar og dregur að nýju.
Hve miklar líkur eru á að hún fái að minnsta kosti einn spaða?
5.45
Í skál með ávaxtahlaupkörlum eru fjórir rauðir, sex grænir, þrír gulir
og fimm rauðgulir karlar. Í annarri skál með karamellum eru sex með
sítrónubragði, fjórar með lakkrísbragði og sjö venjulegar karamellur.
Fyrsta staða: Þú dregur af handahófi eitt stykki úr hvorri skál.
a
Hve miklar líkur eru á að þú fáir rauðan hlaupkarl og karamellu
með lakkrísbragði?
b
Hve miklar líkur eru á að þú fáir grænan hlaupkarl og venjulega
karamellu?
Önnur staða: Þú dregur tvær karamellur af handahófi.
c
Hve miklar líkur eru á að þú fáir tvær karamellur með sítrónubragði?
Þriðja staða: Þú dregur tvo hlaupkarla og eina karamellu.
d
Hve miklar líkur eru á að þú fáir rauðan og grænan hlaupkarl
og lakkrískaramellu?