Previous Page  46 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 46 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

44

5.37

Sunneva og Dóra ætla að fara á skíði í dag ef það verður sólskin og ef

mamma Dóru getur ekið þeim. Líkurnar á sól eru 0,7 og líkurnar á að

mamma Dóru geti ekið þeim eru 0,9.

Hve miklar líkur eru á að Sunneva og Dóra geti farið á skíði?

5.38

Það eru 85% líkur á að viðskiptavinur í verslun borgi með korti.

Það eru 60% líkur á að viðskiptavinurinn sé kona. Það eru 35% líkur

á að viðskiptavinurinn sé yngri en 20 ára.

a

Hve miklar líkur eru á að viðskiptavinurinn sé kona yngri en 20 ára

sem borgar með korti?

b

Hve miklar líkur eru á að viðskiptavinurinn sé karlmaður 20 ára

eða eldri sem borgar með peningum?

c

Hve miklar líkur eru á að tveir viðskiptavinir í röð séu konur 20 ára

eða eldri sem borga með peningum?

5.39

Málfríður varpar tveimur sex hliða teningum.

a

Hve miklar líkur eru á að fá sömu tölu á báðum teningum?

b

Hve miklar líkur eru á að upp komi á báðum teningunum tala

sem er hærri en 4?

5.40

12 stelpur og 18 strákar eru í sama bekk. Helmingur stelpnanna og

einn þriðji hluti af strákunum eru dökkhærð. Við veljum einn nemanda

úr hópnum með slembivali. Hve miklar líkur eru á að velja

a

dökkhærða stelpu?

b

strák sem er ekki dökkhærður?