Previous Page  45 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 45 / 108 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkindareikningur

43

5.33

Bekkurinn tók til skoðunar hvort nemendurnir vildu pítsu og taco.

Niðurstöðurnar voru settar upp í Vennmynd.

a

Útskýrðu Vennmyndina.

b

Við veljum nemanda úr bekknum með slembivali.

Hve miklar líkur eru á að sá nemandi vilji hvorki pítsu né taco?

c

Við veljum nemanda úr bekknum með slembivali. Hve miklar líkur

eru á að sá nemandi vilji bæði pítsu og taco?

5.34

Þrettán nemendur í tíunda bekk A æfa oftar en þrisvar í viku.

Sex nemendur æfa fótbolta og tveir þeirra æfa oftar en

þrisvar í viku. Alls eru 27 nemendur í bekknum.

a

Teiknaðu Vennmynd sem sýnir stöðuna.

b

Hve miklar líkur eru á að velja af handahófi nemanda

sem æfir oftar en þrisvar í viku en æfir ekki fótbolta?

5.35

Tveir nemendur vinna þetta verkefni saman. Hvor býr til

sitt leikspjald fyrir leikinn

Fjórir í röð

. Reitina 16 á

spjaldinu á að fylla með tölum sem þeir velja sjálfir.

Það má setja sömu töluna á fleiri en einn stað. Þeir varpa

tveimur teningum og þá má „krossa“ á spjaldinu yfir

summu talnanna sem koma upp. Hafi þeir skrifað sömu

töluna á fleiri staði verða þeir að velja yfir hvaða tölu

þeir vilja krossa. Keppt er um að verða fyrri til að fá

fjórar tölur í röð annaðhvort lárétt, lóðrétt eða á ská.

a

Búið til leikspjald og spilið leikinn einu sinni.

b

Búið til ný leikspjöld og spilið leikinn mörgum sinnum.

Gætið þess þá að velja tölurnar af meiri yfirvegun en

þið gerðuð ef til vill í fyrsta skipti.

5.36

Hugsið um spilið í verkefni 5.35.

a

Hvaða tölur reyndist ykkur gagnlegt að velja?

b

Hvaða tölur eru mestar líkur á að fá upp sem summu tveggja

teningskasta?

17

3

6

4

Vilja pítsu

Vilja taco