Skali 3B
42
5.29
Ákvarðaðu hvort atburðirnir tveir séu andstæðir atburðir.
a
Atburður 1: Happdrættismiðinn er vinningsmiði.
Atburður 2: Happdrættismiðinn er ekki vinningsmiði.
b
Atburður 1: Talan er frumtala.
Atburður 2: Talan er slétt tala.
c
Atburður 1: Bókstafurinn er sérhljóði.
Atburður 2: Bókstafurinn er samhljóði.
d
Atburður 1: Nanna spilar fótbolta.
Atburður 2: Nanna spilar körfubolta.
5.30
Líkurnar á að vera litblindur eru u.þ.b. 8% hjá drengjum og u.þ.b. 0,3%
hjá stúlkum. Hve miklar líkur eru á
a
að það sé enginn litblindur í hópi fimm drengja?
b
að það sé engin litblind í hópi fimm stúlkna?
c
að það sé enginn litblindur í hópi fimm drengja og fimm stúlkna?
d
að það sé að minnsta kosti einn litblindur drengur í þínum bekk?
5.31
Eiríkur borðar morgunverð. Hann er vanur að drekka mjólk eða ávaxtasafa
með morgunmatnum, að borða annaðhvort brauðsneið eða skál af
morgunkorni og að lokum borðar hann annaðhvort epli eða banana.
a
Settu upp talningartré sem sýnir alla möguleika á vali morgunverðar.
b
Ef allt val Eiríks er jafn líklegt, hve miklar líkur eru þá á að hann drekki
ávaxtasafa, borði brauðsneið og epli?
c
Líkurnar á vali Eiríks eru ekki allar jafnar. Líkur á að velja ávaxtasafa
eru 0,7, líkur á að velja morgunkorn eru 0,7 og líkur á að velja banana
eru 0,7. Hve miklar líkur eru á að hann drekki mjólk, borði morgunkorn
og borði epli?
5.32
Hve miklar líkur eru á
a
að hitta ekki skotmarkið í skíðaskotfimi þegar líkur á að hitta eru 86%?
b
að sigra ekki í hlaupi þegar líkur á að sigra eru 15%?
c
að vindhviður nái ekki stormstyrk þegar líkur á vindhviðum í stormstyrk
eru 92%?




