Kafli 5 • Líkindareikningur
41
5.25
Hér fyrir neðan sérðu litaðar kúlur. Þú dregur nokkrar kúlur af handahófi
og skilar kúlunum ekki aftur.
a
Hve miklar líkur eru á að draga þrjár bláar kúlur í röð?
b
Hve miklar líkur eru á að draga þrjár grænar kúlur í röð?
5.26
Kennari þarf að velja tvo nemendur með slembivali úr hópi þriggja stráka
og tveggja stelpna.
a
Hve miklar líkur eru á að kennarinn velji stelpurnar tvær?
b
Útskýrðu hvort er líklegra að kennarinn velji tvo stráka eða velji
stelpu og strák?
5.27
Þú ert með fimm stílabækur í skólatöskunni undir námsgreinar: íslensku,
ensku, samfélagsfræði, náttúrufræði og dönsku.
a
Þú tekur eina stílabók úr töskunni af handahófi. Hve miklar líkur eru á að
það sé náttúrufræðibókin?
b
Þú tekur tvær stílabækur úr töskunni af handahófi. Finndu líkurnar á að
það séu náttúrufræðibókin og enskubókin.
5.28
Myndin sýnir þrjá poka með hvítum og svörtum kúlum.
Þú átt að draga eina kúlu úr hverjum poka án þess að sjá.
a
Hve miklar líkur eru á að draga svarta kúlu úr A?
b
Hve miklar líkur eru á að draga svarta kúlu úr B?
c
Hve miklar líkur eru á að draga svarta kúlu úr C?
d
Hve miklar líkur eru á að draga svarta kúlu úr bæði A og B?
e
Hve miklar líkur eru á að draga svarta kúlu úr bæði A og C?
f
Hve miklar líkur eru á að draga svarta kúlu úr bæði A, B og C?
A
C
B




