

Skali 3B
40
Samsettar líkur,
margir atburðir
5.20
Tveimur sex hliða teningum er kastað einu sinni.
a
Settu upp krosstöflu sem sýnir allar mögulegar samsetningar
á því sem upp kemur í teningaköstunum tveimur.
b
Hve miklar líkur eru á að gildið á öðrum teningnum sé
tvöfalt gildið á hinum teningnum?
5.21
Líkurnar á því að manneskja sé örvhent eru 0,1.
a
Hve miklar líkur eru á að tvær vinkonur séu báðar örvhentar?
b
Hve miklar líkur eru á að þrjár vinkonur séu örvhentar?
5.22
Þú kastar upp peningi þrisvar sinnum í röð.
a
Hve miklar líkur eru á að þú fáir fisk í öll skiptin?
b
Hve miklar líkur eru á að fá tvisvar fisk og einu sinni krónuhliðina?
5.23
Teódóra útbýr spilunarlista yfir þau fimm lög sem hún heldur mest upp á.
Hún spilar þau í handahófskenndri röð.
a
Hve miklar líkur eru á að hún spili lengsta lagið fyrst?
b
Hve miklar líkur eru á að lögin fimm verði spiluð í stafrófsröð?
5.24
Þú ert með fjögur spil úr spilastokk, tvö rauð og tvö svört.
Stokkaðu spilin og dragðu án þess að sjá.
a
Hve miklar líkur eru á að draga tvö svört spil í röð þegar þú skilar
aftur fyrra spilinu sem þú dróst?
b
Hve miklar líkur eru á að draga tvö svört spil í röð þegar þú skilar
ekki fyrra spilinu sem þú dróst?