

Kafli 5 • Líkindareikningur
39
5.17
Notaðu töflureikni í rúmfræðiforriti og hermdu eftir
1000 köstum með tíu-verpli.
a
Notaðu fallið = slembitalaMilli[<neðri mörk
heiltölu>,<efri mörk heiltölu>]. Afritaðu formúluna
í 1000 reiti.
b
Merktu alla 1000 reitina og farðu í
„Tölfræðigreining á einni breytistærð. Greina
tölur úr völdum reitum“. Veldu því næst Stöplarit.
c
Afritaðu (með því að hægri smella) stöplaritið
í myndaglugga og finndu líkur byggðar á
tilrauninni á að fá upp hverja og eina af
tölunum 1 til 10.
d
Kastaðu upp á nýtt með því að ýta á F9.
Skoðaðu og útskýrðu hvað verður um stöplaritið
þegar þú hermir 1000 verpilsköst að nýju.
5.18
Gregor Mendel varði löngum tíma í að rækta baunir og lýsa því hvernig
litur baunanna erfist. Þú átt að herma eftir slíkri tilraun með töflureikni.
Kallaðu ráðandi gen G „gul“ og gefðu þessu geni gildið 1. Kallaðu víkjandi
gen g „græn“ og gefðu þessu geni gildið 0. Baunaplönturnar erfa eitt gen
frá hvorri foreldraplöntu. Allar baunaplöntur sem hafa genagerðina GG
eða Gg (sem er sama og gG) fá gular baunir. Allar plönturnar sem hafa
genagerðina gg fá grænar baunir. Tvær baunaplöntur með genagerðina
Gg eru víxlfrjóvgaðar.
a
Hermdu eftir þessum aðstæðum og láttu F
1
-kynslóðina vera 40 plöntur.
Finndu skiptinguna milli gulra og grænna bauna í prósentum. Gerðu
hermunina fimm sinnum og skráðu niðurstöðurnar. Hvernig skiptist fjöldi
plantna með gular og grænar baunir og hvað getur þú sagt um
breytileika milli hermana?
b
Stækkaðu F
1
-kynslóðina í 500 plöntur. Gerðu hermunina fimm sinnum
og skráðu niðurstöðurnar. Hvernig skiptist fjöldi plantna með gular og
grænar baunir nú og hvernig er breytileikinn milli hermana?
c
Gerðu fræðilegt líkan sem sýnir líkur á að baunaplöntur í F
1
-kynslóðinni
beri annars vegar gular og hins vegar grænar baunir.
5.19
Af 1000 fæðingum eru um 18 tvíburafæðingar og 1 þríburafæðing.
a
Lýstu hvernig þið getið útbúið hermun með töflureikni þar sem þið
athugið líkur á því að eignast tvíbura eða þríbura.
b
Gerðu 1000 hermanir og finndu hve margar tvíburafæðingar og
þríburafæðingar þú getur fengið í töflureikninum út frá þeim reglum
sem þú hefur sett um hermunina.
Tíu-verpill
Töflureiknir
F
A2
=SlembitalaMilli[1, 10]
S
1
2
3
4
A
8
B C D
Skrá Breyta Skoða Valkostir Verkfæri Gluggi Hjálp
Alge
Tölfræðigreining á einni breytistærð
Greina tölur úr völdum reitum
{1,2}