Previous Page  39 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 39 / 108 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkindareikningur

37

5.11

Í veðurspánni segir að á morgun séu 80% líkur á rigningu og 70% líkur

á að vindstyrkurinn verði um það bil 10 m/s.

a

Notaðu miða og gerðu tvöfalda hermun sem getur prófað hvort það rigni

á morgun eða ekki og hvort vindstyrkurinn verði um það bil 10 m/s.

b

Gerðu 50 hermanir. Skráðu niðurstöðurnar í töflu eins og þessa:

Niðurstaða

Tíðni

Rigning og vindstyrkur 10 m/s

Rigning en ekki 10 m/s vindstyrkur

Þurrviðri og 10 m/s vindstyrkur

Þurrviðri en ekki 10 m/s vindstyrkur

c

Finndu líkur, byggðar á tilrauninni, á að það verði ekki rigning á morgun

og að vindstyrkurinn verði ekki um 10 m/s.

5.12

Notaðu töflureikni og settu upp 1000 kasta hermun með venjulegum sex

hliða teningi. Notaðu og afritaðu fallið =RANDBETWEEN(botn;þak) þar sem

botn er lægsta talan og þak er hæsta talan. Finndu líkur á að fá fimmu með

því að nota fallið =COUNTIF(sviðsbyrjun:sviðslok;skilyrði) þar sem byrjun

sviðs er efsta hólf til vinstri og lok þess er neðsta hólf til hægri. Skilyrðið

hér er 5.

5.13

Á skíðastökkbraut eru 40% líkur á að hoppa yfir K-punktinn.

Líkur á að lenda á bungunni eru 5%. Aðrir stökkvarar lenda á

milli bungunnar og K-punktsins.

a

Notaðu töflureikni og skipuleggðu

hvernig þú getir hermt eftir

stökklengdunum í þessari stökkbraut.

b

Hermdu eftir hvar 100 stökkvarar

í skíðastökkbraut lenda: á bungunni,

eftir bunguna, fyrir K-punktinn eða

eftir K-punktinn.

K-punkturinn er

krítíski punkturinn

þar sem yfirfærslan

frá brekkunni yfir í

sléttuna byrjar.