Previous Page  38 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 38 / 108 Next Page
Page Background

Skali 3B

36

5.8

Útbúið skotmark með því að teikna hring (1 m í þvermál) á gólfið á stað sem

er 3 m frá byrjunarlínu. Vinnið saman tvö og tvö. Þið þurfið tíu

gúmmíteygjur sem á að reyna að skjóta í hringinn.

a

Annað ykkar skýtur einni teygju í einu, alls tíu sinnum.

Hitt skráir hittnina.

b

Skjótið aftur tíu sinnum með teygju. Finnið líkur byggðar á tilrauninni

á að hitta í skotmarkið.

c

Skiptið um hlutverk og gerið tilraunina einu sinni enn.

d

Hvað haldið þið að verði um líkurnar á að hitta ef fjöldi tilrauna hefði

verið aukinn í 1000?

5.9

Hve miklar líkur eru á að þér takist að slá nagla niður í planka í einu höggi?

Raðið ykkur í þriggja manna hópa og veljið hver á að gera tilraunina.

Hinir telja og skrá.

a

Finnið nokkra litla nagla, planka og hamar. Gerið tíu tilraunir

og skráið hve mörg högg þarf til að slá nagla alveg niður.

b

Gerið tíu tilraunir í viðbót.

c

Finndu líkurnar á að þér takist að slá nagla niður í einu höggi,

tveimur höggum, þremur höggum o.s.frv.

d

Hve miklar líkur eru á því að ráða við þetta verkefni í öllum bekknum?

5.10

Þið þurfið sex eða tíu pappabolla og nokkrar þykkar gúmmíteygjur.

Hvolfið pappabollunum og byggið píramída úr þeim með einn bolla efst.

Setjið píramídann á borð og stillið ykkur upp um það bil 3 m frá

píramídanum. Vinnið saman tvö og tvö.

a

Skjótið þykkum gúmmíteygjum tíu sinnum að píramídanum.

Skráið hve oft þið hittið þannig að einhver pappabolli detti niður.

b

Finnið líkur, byggðar á tilrauninni, á að hitta píramídann í tíu skotum.

c

Skjótið teygjum tíu sinnum í viðbót. Finnið líkur byggðar á tilraununum

á að hitta píramídann í tuttugu skotum.

d

Hve miklar líkur eru á að næsta skot hjá þér hitti píramídann?

e

Skiptið um hlutverk og endurtakið tilraunina einu sinni enn.