

Kafli 5 • Líkindareikningur
35
5.3
Finndu líkur á að nemandi skori úr víti í handbolta eða fótbolta.
a
Framkvæmdu fyrst tíu og síðan tuttugu vítaköst eða vítaspyrnur.
b
Settu upp töflu og skráðu hve oft er skorað bæði í tíu og
tuttugu tilraunum.
c
Hverjar eru líkurnar, byggðar á tilrauninni, á að skora úr einu vítakasti
eða vítaspyrnu?
5.4
Finndu líkur byggðar á tilraun á að fólk sem þú hittir brosi til þín.
a
Gakktu yfir skólalóðina, í gegnum gang eða annað svæði þar sem
töluvert er af fólki. Brostu til tíu fyrstu manneskjanna sem þú hittir
og skráðu hjá þér hvort þær brosi greinilega á móti eða ekki.
b
Haltu áfram göngunni og skráðu hjá þér bros eða ekki bros
á tíu öðrum manneskjum.
c
Finndu líkur byggðar á tilraunum á því að manneskja sem þú mætir
brosi á móti þér eða ekki.
5.5
Það eru u.þ.b. 75% líkur á að fræ muni spíra.
a
Notaðu fjóra miða og útbúðu hermun sem getur prófað
hvort fræ muni spíra eða ekki.
b
Gerðu 100 hermanir. Skráðu niðurstöðurnar í töflu.
c
Finndu líkur byggðar á tilrauninni á að fræið spíri ekki.
5.6
Notaðu töflureikni til að herma val á einum nemanda úr bekknum þínum
með slembivali. Gefðu öllum nemendunum í bekknum númer.
a
Hve oft heldur þú að þú verðir fyrir valinu í hermuninni?
b
Veldu 100 sinnum með slembivali.
c
Athugaðu, hvort það sem þú hélst í lið a, var rétt.
5.7
Árið 2016 var um það bil eitt af hverjum 8 störfum tengt ferðaþjónustu.
a
Hugsaðu þér að þetta haldi þannig áfram. Finndu fræðilegar líkur á hve
margir af 150 unglingum eigi eftir að fá starf tengt ferðaþjónustu eftir
nokkur ár.
b
Lýstu hvernig hægt væri að setja upp hermun um þetta.
c
Framkvæmdu hermunina. Hverjar eru líkurnar byggðar á tilrauninni á
hve margir af 150 unglingum eigi eftir að fá starf tengt ferðaþjónustu
eftir nokkur ár?
Niðurstaða
Tíðni
Fræið spírar
Fræið spírar ekki