

Kafli 4 • Föll
17
4.39
Mánaðarkort í líkamsræktarstöð kostar 10 980 kr.
a
Settu fram fallstæðu sem sýnir verðið fyrir hvert skipti sem æft er,
sem fall af fjölda æfingatíma.
b
Teiknaðu graf fallsins í hnitakerfi.
c
Hvert verður verðið á æfingatíma ef æft er tvisvar í viku?
d
Stakur æfingatími kostar 1600 kr. Hve marga æfingatíma þarf að fara í á
mánuði að minnsta kosti til þess að það borgi sig að kaupa mánaðarkort?
4.40
Hafdís hjólaði Tour de Ormurinn, umhverfis Löginn í Lagarfljóti,
á 2 klst. og 48 mínútum. Hringurinn er 68 km langur.
a
Finndu meðalhraða Hafdísar í km/klst.
b
Útskýrðu hvers vegna hraðinn og tíminn standa í öfugu hlutfalli hvor
við annan.
c
Á næsta ári ætlar Hafdís sér að nota
5
____
6
hluta tímans sem hún notaði í ár.
Hvaða meðalhraða þarf hún þá að halda í samanburði við hraðann í ár?
Gefðu svarið sem brot af hraðanum í ár.
d
Hve miklum meðalhraða mældum í km/klst. vill Hafdís ná á
Lagarfljótshringnum á næsta ári?
e
Magni hjólaði með Hafdísi í ár. Næsta ár ætlar hann að stytta tímann
um 25%. Um hve mörg % verður hann að auka hraðann?
f
Hvaða meðalhraða og hvaða tíma ætlar Magni að ná á
Lagarfljótshringnum á næsta ári?