Sýnidæmi 8
Skali 3A
68
Á myndinni er fullorðin lús stækkuð.
Í raunveruleikanum er lúsin 2,5 mm á lengd.
Finndu mælikvarðann á myndinni.
Tillaga að lausn
Við mælum lengd lúsarinnar á myndinni
og fáum 50 mm.
50 : 2,5 = 20 : 1
Mælikvarðinn á myndinni er 20 : 1
Mælikvarðinn sýnir minnkun eða stækkun.
Minni tala : stærri tala
→
sýnir að eftirmyndin hefur verið minnkuð.
Stærri tala : minni tala
→
sýnir að eftirmyndin hefur verið stækkuð.
2.37
a
Notaðu þessa mælikvarða. Styttu ef hægt er.
1 : 25 000 50 000 : 5 2,5 : 1 000 000 700 : 10
b
Segðu til um hvort mælikvarðarnir í a-lið sýna stækkun eða minnkun.
c
Hugsaðu þér að þú mælir lengd eftirmyndar og fáir út 5 cm.
Hve löng er myndin í raunveruleikanum miðað við mælikvarðana í a-lið?
2.38
Stytta nokkur er 15 m á hæð í raunveruleikanum.
Á mynd er sama stytta 2,5 cm.
Í hvaða mælikvarða er myndin?
2.39
Myndin er tekin í rafeindasmásjá af fjölónæmum gulum klasasýklum sem
starfsmenn sjúkrahúsa óttast mjög. Í raunveruleikanum er þvermál slíks
sýkils um það bil 1,5 µm. Einn µm =
1
1000
mm.
Mældu það sem þarf til að finna mælikvarðann á myndinni.
1 µm = 1 míkrómetri =
1
1000
mm
= 0,001 mm. Gríski bókstafurinn
µ er borinn fram sem ,,mý“.
Við deilum
í báðar tölurnar
með 2,5.
Tvípunkturinn
er lesinn:
„á móti“.