Previous Page  74 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 74 / 161 Next Page
Page Background

Skali 3A

72

Vinnuteikningar

Þegar ætlunin er að búa til, byggja eða framleiða eitthvað er nauðsynlegt að

skipuleggja verkefnið með vinnuteikningum. Stundum notum við vinnuteikningar

frá öðrum en stundum þurfum við sjálf að gera vinnuteikningarnar.

Vinnuteikningu má gera með mismunandi aðferðum. Hún þarf að uppfylla eitt

eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:

• á henni þurfa að standa málin á því sem á að búa til

• hún þarf að lýsa aðferðinni við að búa hlutinn til

• hún þarf að lýsa útliti hlutarins þegar hann er tilbúinn

2.44

Teikningin sýnir snið af svuntu. Búa má svuntuna til í fullorðinsstærð

(um það bil 170 cm) og í barnastærð (fyrir um það bil 8 ára barn).

Til að búa svuntuna til þarf að yfirfæra málin á efnið.

Fullorðinsstærð: Hver reitur samsvarar 10 cm.

Barnastærð: Hver reitur samsvarar 7,5 cm.

a

Hver verður lengd fullorðinssvuntunnar?

b

Hver verður lengd barnasvuntunnar?

Ída ætlar að sauma eina svuntu í fullorðinsstærð og tvær svuntur

í barnastærð. Hún kaupir efni úr stranga sem er 140 cm á breidd.

c

Hversu mikið efni þarf Ída að kaupa?

Mattías ætlar að sauma svuntu handa litlu systur sinni sem er fjögurra ára.

Hún er 105 cm á hæð.

d

Hve marga sentimetra þarf hver reitur að samsvara til að svuntan passi

fyrir litlu systur Matthíasar?

Brjóttu efnið hér.

√ Brjóttu efnið saman um miðjuna.

√ Klipptu sniðin út.

√ Saumaðu skáband í hálsmálið og kringum svuntuna.

√ Saumaðu hálsböndin saman bak við hnakkann.

√ Settu rykkingartvinna efst á hvorn vasa og rykktu ofurlítið.

√ Settu borða eða skáband á vasana og saumaðu þá á svuntuna.

√ Brjóttu skáböndin yfir á rönguna og saumaðu þau með

stórum sporum.

√ Snúðu böndunum við, saumaðu fyrir endana og festu þau

á svuntuna.