Previous Page  68 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 68 / 161 Next Page
Page Background

Markmið

Skali 3A

66

Kort og mælikvarði

HÉR ÁTTU AÐ LÆRA AÐ

• finna mælikvarða sem hlutfall milli eftirmyndar og frummyndar

• nota mælikvarða til að reikna fjarlægðir á korti

• gera vinnuteikningar og nota þær

Bæði börn og fullorðnir geta hlegið að Línu langsokk sem áttar sig ekki á að hún

þarf að minnka hestinn þegar hún á að teikna hann á pappír.

Við getum hugsað okkur að hestur Línu sé 175 cm á hæð og 180 cm á lengd.

Til að teikningin verði raunveruleg og komist fyrir á blaðinu verður að minnka

hæð og lengd í sömu hlutföllum.

2.34

Stærð A4-blaðs er um það bil 21 cm · 29 cm.

Gerðu tillögu um hæð og lengd á teikningu Línu af hestinum

þannig að hann komist fyrir á einu A4-blaði.

Lína þagnaði til að ná andanum og kennslukonan sem nú var

farið að finnast að Lína væri bæði óþægur og erfiður krakki

stakk upp á því að bekkurinn teiknaði heldur dálitla stund.

Hún taldi víst að Lína sæti stillt og prúð á meðan hún væri

að teikna. Og hún tíndi fram blöð og blýanta og skipti milli

barnanna.

„Þið megið teikna hvað sem þið viljið,“ sagði hún og settist

síðan sjálf við kennarapúltið og fór að leiðrétta stíla.

Eftir dálitla stund leit hún upp til að gá hvernig þeim gengi

að teikna. Þá sátu allir krakkarnir og horfðu

á Línu sem lá á gólfinu og teiknaði af hjartans lyst.

„Já, en Lína,“ sagði kennslukonan höst, „hvers vegna

teiknarðu ekki á blaðið?“

„Það er allt orðið útteiknað fyrir löngu, en hesturinn minn

kemst ekki allur fyrir á þessu litla blaðsnifsi,“ sagði Lína.

„Núna er ég að teikna framfæturna en þegar ég kem að rassinum

er ég hrædd um að ég verði að færa mig fram á gang.“

Astrid Lindgren

Hlutföll

Í einslaga

þríhyrningum

eru sömu hlutföll

milli samsvarandi

hliða.